Einbýlishús með ríka sögu í Vesturbæ Reykjavíkur
Hlýlegt og fallegt á besta stað.


Endurbyggt tréhús við Þrastargötu í Vesturbæ Reykjavíkur er komið á sölu. Um er að ræða rúmlega 100 fermetra einbýlishús og er ásett verð 76 milljónir.

Fasteignamat hússins er fimmtíu milljónir og er það búið tveimur baðherbergjum og tveimur svefnherbergjum.

Húsið skiptist í kjallara, hæð og ris, en húsið var flutt á núverandi stað og allt endurbyggt árið 2015, en húsið var upprunalega byggt árið 1905. Upprunalegt burðarvirki var látið halda sér og því eru burðarbitarnir vel sýnilegir.

Húsinu fylgir skjólsæll pallur klæddur brasilískum harðvið sem umlykur húsið á þrjá vegu.

You must be logged in to post a comment.