Nú hreyfa margir sig utandyra sem aldrei fyrr. Óþefur úr íþróttaskóm er fylgifiskur mikillar hreyfingar, en lítið mál er að koma þessari fýlu fyrir kattarnef.

Eina sem þarf er matarsódi, ódýrt efni sem finnst á mörgum heimilum. Maður einfaldlega stráir smá matarsóda í skóna og leyfir honum að vinna á fýlunni yfir nótt. Síðan dustar maður matarsódann úr skónum að morgni. Þeir sem eiga leðurskó ættu hins vegar að nota matarsóda sparlega þar sem efnið getur þurrkað þá upp.

Þá er einnig þjóðráð að klippa framan af gömlum sokkum, setja tvær matskeiðar af matarsóda í efnisbútinn og binda fyrir. Þannig ertu komin/n með lyktareyðandikúlur sem er hægt að setja í sokkana yfir nótt og fjarlægja að morgni.

Einfalt ráð sem nýtir eitt fjölhæfasta efnið á heimilinu – matarsódann.