„Enn ein ástæða til að fyrirlíta Mel Gibson“
Fólk furðar sig á því af hverju leikarinn fær enn þá verkefni í Hollywood.


Andúð í garð leikarans Mel Gibson hefur gosið upp í vikunni eftir að Sunday Times birtu nýtt viðtal við leikkonuna Winona Ryder, sem í síðari tíð er þekkt fyrir leik í sjónvarpsþáttaröðinni Stranger Things.
Í viðtalinu ræðir Ryder bakgrunn sinn, en hún heitir réttu nafni Winona Laura Horowitz og er gyðingur. Hún rifjar til að mynda upp kynni sín af Gibson, löngu áður en gyðingahatur hans var skjalfest árið 2006. Þá var hann handtekinn fyrir að keyra fullur og hreytti í lögregluþjóninn sem bannaði honum að keyra heim þessum orðum, meðal annars:
„Helvítis gyðingar… gyðingar bera ábyrgð á öllum stríðum í heiminum. Ert þú gyðingur?“
Í samtali við Sunday Times segir Ryder svona frá veislunni þar sem hún hitti Gibson:
„Við vorum í mannmörgu teiti með einum af mínum besta vini og Mel Gibson var að reykja vindil. Við vorum að tala saman og hann sagði við vin minn, sem er samkynhneigður: „Bíddu nú hægur, á ég eftir að fá AIDS?“ Síðan var eitthvað minnst á gyðinga og hann sagði: „Þú ert ekki ein af þeim sem forðast ofninn [e. oven dodger – vísan í gasklefa], er það?““
Svo virðist sem að atvikið hafi átt sér stað upp úr 1990 en blaðafulltrúi Gibson hefur ekki tjáð sig um það.
Eftir að viðtalið birtist fóru tístarar á flug og furða sig margir á því nú af hverju Gibson er enn stjarna í bransanum, en fyrir utan gyðingahatrið hefur hann einnig tjáð andúð sína í garð hinsegin fólks og beitt allavega eina kærustu sína ofbeldi.
Hér fyrir neðan má sjá nokkur viðbrögð frá Twitter-samfélaginu vegna málsins:
„Oven dodger,“ another reason to despise Mel Gibson like we needed more. #mondaythoughts #MondayVibes https://t.co/PQH2PIyE3H
— Bob Schneider (@Bobndc) June 22, 2020
I didn’t know Winona Ryder was Jewish. I did know Mel Gibson is a POS.
— frank smith (@WereFked2020) June 23, 2020
Winona Ryder doesn’t accuse Mel Gibson of anti-semitism, Mel Gibson IS anti-semitic. pic.twitter.com/qEalXFhLRW
— Anaïs (@Anabx49) June 21, 2020
Mel Gibson, despite being a racist, anti-Semitic domestic abuser (all on tape), still gets mainstream work in Hollywood https://t.co/LWb2oM7J3Q
— Yashar Ali 🐘 (@yashar) June 23, 2020
Mel Gibson is truly a terrible man.
— The Contrarian (@Lazy_Contrarian) June 23, 2020
All right, but apart from the racism, anti-semitism, domestic abuse & misogyny, what has Mel Gibson ever done wrong? pic.twitter.com/d8O9lZj7WL
— Jen Greeneyes (@greeneyes_jen) June 23, 2020