Tæplega 360 fermetra hús í hrauninu að Birkilandi 14 á Mývatni er komið á sölu. Eigandi hússins er fyrirtækið Reynihlíð ehf. sem er í eigu hjónanna Péturs Snæbjörnssonar og Ernu Þórarinsdóttur.

Það má með sanni segja að húsið sé draumahús en það er búið fjórum svefnherbergjum og fimm baðherbergjum. Húsið var byggt árið 2011 og er rétt hjá hinum vinsæla ferðamannastað Grjótagjá í Mývatnssveit.

Tæplega fjörutíu fermetra gistihús fylgir eigninni og á pallinum er heitur pottur fyrir falleg sumarkvöld.

Ekki er gefið upp ásett verð á eigninni en fasteignamat er 80,2 milljónir króna. Hér má lesa meira um eignina.

Pétur og Erna keyptu hið gamalgróna hótel, Hótel Reykjahlíð í Mývatnssveit, árið 2012 og ráku það við góðan orðstír þar til Icelandair Hotels keypti húsnæðið og reksturinn árið 2017.