Kat Kamalani er þrítug flugfreyja sem hefur vakið mikla lukku á TikTok þar sem hún leyfir fylgjendum að skyggnast á bak við tjöldin í starfi sínu.

Nýtt myndband frá henni hefur farið sem eldur í sinu um internetið en það heitir einfaldlega: Ekki neyta þessara matvæla í flugvél.

„Regla númer eitt – aldrei drekka vökva sem eru ekki í dós eða flösku,“ segir hún í myndbandinu og bætir við að vatnstankarnir í flugvélum séu ógeðslegir því þeir séu aldrei þvegnir.

Hún bætir við að fæstir flugþjónar drekki kaffi eða te í flugvélum því drykkirnir séu blandaðir með vatninu úr vatnstönkunum. Einnig segir hún að kaffivélarnar séu eiginlega aldrei þvegnar. Auk þess séu kaffivélarnar við hliðina á salernunum sem Kamalani finnst ekki geðslegt.

Kamalani leggur til að farþegar í flugvélum drekki aðeins drykki úr dósum eða flöskum.

Þetta er alls engin ímyndun hjá Kamalani því rannsókn frá árinu 2019 rannsakaði drykkjarvatn hjá rúmlega tuttugu flugfélögum. Fékk vatnið einkunn frá 0 og upp í 5 en af tíu stórum flugfélögum í rannsókninni fékk drykkjarvatn sjö þeirra þrjá í einkunn eða lægra.

Myndband Kamalani má horfa á hér fyrir neðan:

@katkamalaniJust promise me you won’t 🤢 #flightattendantlife #travelhacks #traveler #cleaninghacks #influencers #foodhack

♬ original sound – Kat Kamalani