Frænka Donalds Trump með óvænta spá um framtíð hans
Býður hann sig fram á ný?


Mary Trump, sálfræðingur, rithöfundur og frænka Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, spáir í spilin um framtíð frænda síns í viðtali við Chris Cuomo á CNN.
Háværar sögusagnir hafa verið uppi um að Donald Trump ætli að bjóða sig fram aftur til forseta Bandaríkjanna eftir fjögur ár, en hann hefur ekki enn lýst yfir ósigri í nýafstöðnum forsetakosningum. Mary Trump efast stórlega um að frændi sinn bjóða sig fram á ný.
„Hann mun aldrei setja sig í stöðu þar sem hann á möguleika á að tapa svona aftur,“ segir hún í viðtalinu. Hún spáir því einnig að hann muni glíma við heilsubrest sökum aldurs á næstu árum og að hann muni komast í kast við lögin.
Will President Trump run again in 2024?
„No“ says his niece, Mary Trump. „He will never put himself in a position where he can lose like this again.“https://t.co/euTPxlqAx3 pic.twitter.com/fuEfrQblyw
— Cuomo Prime Time (@CuomoPrimeTime) November 13, 2020
Mary Trump gaf út bók um Donald Trump og fjölskyldu sína fyrr á þessu ári sem heitir Too Much and Never Enough. Bókin hefur selst í milljónum eintaka. Það hefur andað köldu á milli Mary og Donalds, sem á rætur sínar að rekja til erfðadeilna eftir andlát afa Mary og föður Donalds, Fred Trump Sr.