Þessa uppskrift fann ég á síðunni Cooking LSL, en hún er mjög ketóvæn. Það er hins vegar ekki aðalatriðið þar sem hún er líka einstaklega gómsæt. Njótið!

Ketó súpa

Hráefni:

2 msk. ólífuolía eða smjör
1/4 bolli laukur, saxaður
2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
1/2 tsk. salt
1/8 tsk. pipar
1 tsk. pestó (má sleppa)
1/2 tsk. þurrkað oreganó
1 tsk. þurrkað basil
1 msk. tómatpúrra (má sleppa)
2 dósir maukaðir tómatar
1 tsk. erythritol (má sleppa)
3 bollar vatn
1/2 bolli rjómi
2/3 bolli feta ostur í teningum

Aðferð:

Hitið olíu eða smjör í stórum potti yfir meðalhita. Bætið lauk út í og steikið í 2 mínútur. Bætið hvítlauk út í og steikið í 1 mínútu til viðbótar. Bætið tómötum, salti, pipar, pestó, oreganó, basil, púrru og vatni vel saman við og náið upp suðu. Bætið sætu við. Látið malla í 20 mínútur. Maukið súpuna með töfrasprota og bætið rjóma og feta osti saman við. Eldið í 1 mínútu til viðbótar. Smakkið til og berið fram.