Það hefur örugglega vafist fyrir mörgum hvernig á að hita upp pítsu þannig að skorpan haldist góð og pítsan sjálf verði djúsí.

Hægt er að hita upp pítsu á marga ólíka vegu en ég tel að ég hafi fundið bestu leiðina til að hita upp pítsu. Matarbrelluna las ég um á vefsíðunni Love Food.

Brellan er einföld. Maður setur pítsuna á disk og inn í örbylgjuofninn. Inn í ofninn fer einnig bolli sem er fullur af vatni. Síðan hitar maður herlegheitin í 1 til 2 mínútur. Er vatnið gufar upp þá fyllist örbylgjuofninn af raka sem gefur skorpunni nýtt líf, sem og pítsusneiðinni allri.

Ég mæli hiklaust með þessari brellu – hún svínvirkar!