Gifti sig í laumi og selur nú glæsihýsið
„Ég komst heim í heilu lagi sem er kraftaverk. Ég er heppin stelpa.


Baywatch-stjarnan og aðgerðarsinninn Pamela Anderson ætlar að setja glæsihýsi sitt Malibu Colony í Bandaríkjunum á sölu næstkomandi mánudag. Þetta staðfestir hún í samtali við tímaritið People. Anderson vill 14,9 milljónir dollara fyrir húsið, tæpa tvo milljarða króna.

Húsið er búið fjórum svefnherbergjum og fjóru og hálfu baðherbergi og var hannað af Philip Vertoch.

Anderson giftist lífverði sínum Dan Hayhurst í laumi á aðfangadag og ætla turtildúfurnar að hreiðra um sig á sveitabæ ömmu Anderson heitinnnar á Vancouver Island í Kanada. Anderson og Hayhurst hafa dvalið þar saman í heimsfaraldri COVID-19.

„Það er kominn tími á að ég fari aftur til upprunans,“ segir Anderson í samtali við People, en hún fæddist í bænum Ladysmith á Vancouver Island. „Ég er að búa til líf hér núna á staðnum þar sem þetta allt hófst. Þetta hefur verið rosaleg vegferð og nú er ég komin hringinn. Ég yfirgaf smábæinn minn á þrítugsaldrinum fyrir Playboy, ferðaðist um allan heiminn aðeins til að koma aftur heim – á einn fallegasta stað í heiminum. Ég komst heim í heilu lagi sem er kraftaverk. Ég er heppin stelpa.“

Anderson keypti sveitabæinn í Kanada fyrir þremur áratugum og stendur nú í endurbótum á eigninni með eiginmanni sínum. Markmiðið er að breyta eigninni í sjálfbæra paradís.
Eins og sést á meðfylgjandi myndum er eign Anderson í Malibu Colony sérstaklega glæsileg. Þar er til að mynda heilsulind og sundlaug en Anderson segir a uppáhaldsherbergið sitt sé svefnherbergið.

„Ég elska það. Það er mjög munúðarfullt og snyrtilegt rými með regnsturtu á tekkgólfi, með saunu og baðkari.“

You must be logged in to post a comment.