Gömul myndbönd sýna ofurfyrirsætu í hræðilegu ljósi – „Tyra Banks fer beint til helvítis“
Sökuð um smánun, ofbeldishegðun og önnur alvarleg brot.


Margir Íslendingar kannast við raunveruleikaþáttinn America’s Next Top Model sem fór fyrst í sýningu árið 2003 á sjónvarpsstöðinni UPN og varð fljótt vinsælasti þáttur stöðvarinnar. Í þáttunum leitaði ofurfyrirsætan Tyra Banks að næstu ofurfyrirsætu Bandaríkjanna en alls hafa 24 þáttaraðir verið teknar upp og sýndar.
Síðust daga hafa Twitter-notendur hins vegar rifjað upp nokkur atriði úr þáttunum sem sýna Tyru Banks í vægast sagt hörmulegu ljósi. Velta einhverjir því fyrir sér af hverju í ósköpunum þættirnir fóru nokkurn tímann í í sýningu, þar sem þáttarstýran stundaði það að smána keppendur og setja þá í afar óþægilegar stöður. Telja margir að Banks hafi sýnt af sér ofbeldisfulla hegðun.
Ekki markaðsvænt
Þetta hófst allt með tísti frá notanda sem kallar sig @OladapoAisha. Notandinn birti myndbrot úr seríu sex af þáttunum. Í myndbrotinu sést Banks gagnrýna keppandann Danielle Evans fyrir að vilja ekki laga frekjuskarðið sitt.
Why was this allowed to air wtf Tyra banks is going to straight hell pic.twitter.com/xtiWl3srKJ
— Aisha Oladapo (@OladapoAisha) May 5, 2020
„Heldurðu virkilega að þú komist á samning hjá CoverGirl með frekjuskarð?“ segir Banks í myndbrotinu, en þekkt er að sigurvegarar í þáttunum fengu samning hjá snyrtivörurisanum CoverGirl. „Þetta [frekjuskarðið] er ekki markaðsvænt,“ bætir Banks við.
ok and in cycle 4, when the male model is literally moaning into and groping at keenyah in the photo shoot, and shes looked DOWN ON for being uncomfortable, and asking to take a break…. and then they make her go out to dinner with him! the drama is not worth that shit…
— jo (@jo__tut) June 5, 2018
Sat fyrir í líkkistu
Þetta fjórtán ára gamla myndbrot fór fljótt á flug og tóku fleiri notendur upp á því að birta myndbrot úr þáttunum sem sýna Banks í hræðilegu ljósi, svo ekki sé meira sagt. Til dæmis þegar hún neyddi Kahlen Rondot að sitja fyrir í líkkistu í fjórðu þáttaröð, stuttu eftir að Rondot komst að því að besta vnkona hennar hefði dáið. Þá var það ansi sjokkerandi í seríu fimmtán þegar að fyrirsætan Kayla Ferrel opnaði sig í fyrsta sinn um að hún hefði verið misnotuð í æsku og vildi því ekki sitja fyrir með og kyssa karlkyns fyrirsætu. Dómararnir, þar á meðal Banks, sögðu henni að gyrða sig í brók og gera það samt.
Nah how did Tyra get away with this LOL pic.twitter.com/XrguUvgWFh
— Tanya Compas (@TanyaCompas) May 2, 2020
Og listinn heldur áfram. Banks sagði við samkynhneigða keppandann Kim Stolz í seríu fimm að tóna niður stolt sitt yfir því að vera hinsegin. Í seríu sjö þurfi hörundsdökki keppandinn Jaeda Young að vinna með og kyssa karlkyns fyrirsætu sem sagði við hana að hann vildi ekki vinna með henni því hún var svört. Young sagði Banks að henni þætti þetta óþægilegt en þurfti samt að vinna með fyrirsætunni. Er þetta bara brota brot af því sem Twitter-notendur hafa fundið.
Nú er litið á Banks sem mannhatara, en áhorfendur þáttanna höfðu ávallt talið hana bara léttgeggjaða og flippaða.
Banks hefur ekki tjáð sig um þessa holskeflu af neikvæðum athugasemdum og alvarlegu ásökunum í hennar garð.