HAPP Í HELGI er ný þjónusta, en hugmyndin kviknaði í heimsfaraldri COVID-19.

Við trúum því að mörgum þyki gaman að láta koma sér á óvart. Við trúum því líka að ÖLLUM þyki gaman að láta koma sér SKEMMTILEGA á óvart. Út á það gengur HAPP Í HELGI.

Við ætlum að gera okkar besta til að bjóða upp á skemmtun og upplifun fyrir sem flesta, ef ekki alla. Við leggjum áherslu á íslenskt. Við vonum líka að HAPP Í HELGI auki enn frekar líkurnar á því að fjölskyldur, kunningjar, vinir og vandamenn njóti samverustundar meðan allir njóta þess sem má finna í drellunum okkar.

Á vefsíðunni www.happihelgi.is er hægt að kaupa HAPP Í HELGI drella sem í er að finna allt sem þarf fyrir notalega kvöldstund – íslenskt sælgæti, kræsingar og upplifun og kannski leynist óvænt gjöf frá samstarfsaðilum okkar í drellinum, eins og til dæmis flatbaka, bíómiði eða einhver skemmtun.

Samstarfsaðilar okkar eru Nói Síríus, Góa, Freyja, Stöð2 Maraþon, Fréttanetið, Stjörnusnakk, Smárabíó og Spaðinn og munu hjálpa okkur við að færa landsmönnum eitthvað til að hlakka til um hverja einustu helgi.

HVAÐ ER DRELLIR?

Vissir þú að öll orð í íslensku sem byrja á bókstafnum P eru í raun tökuorð? Drellir er hið upprunalega íslenska orð fyrir poka, þó orðið hafi haft ýmsa aðra merkingu hér áður fyrr. Drellir er sem sagt poki.

Hvernig beygjum við orðið?

Nf. drellir
Þf. drelli
Þgf. drelli
Ef. drellis

Vonandi taka Íslendingar vel á móti Happi í helgi, því það mun gera lífið hér á eyjunni okkar enn skemmtilegra.