Happ í Helgi!
Helgi Björn er borgarlistamaður Reykjavíkur 2020 og fékk fálkaorðuna í dag.

Helgi Björnsson, tónlistarmaður og leikari með meiru, var valinn Borgarlistamaður Reykjavíkur árið 2020. Hátíðleg athöfn fór fram í Höfða í dag, þann 17. júní, og hlaut Helgi einnig riddarakross fyrir framlag til íslenskrar tónlistar og leiklistar.
Útnefningin sem um ræðir er heiðursviðurkenning til listamanns sem með listsköpun sinni hefur skarað fram úr og markað sérstök spor í íslensku listalífi og samfélagi. Hjálmar Sveinsson formaður menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs gerði grein fyrir einhuga vali ráðsins á Helga. Listamanninum var veittur ágrafinn steinn, heiðursskjal og viðurkenningarfé.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.
Margir fagna þessum áfanga á Helga á Facebook í dag
Hin íslenska fálkaorða
Við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag, 17. júní 2020, sæmdi forseti Íslands fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu, þau eru.
Alma Möller landlæknir, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu
heilbrigðismála og framlag í baráttu við Covid-19 farsóttina
Anna Dóra Sæþórsdóttir prófessor, Kópavogi, riddarakross fyrir
kennslu og rannsóknir á vettvangi ferðamálafræði og útivistar
Bárður Hafsteinsson skipaverkfræðingur, Reykjavík, riddarakross fyrir
framlag til hönnunar fiskiskipa og íslensks sjávarútvegs
Einar Bollason fyrrverandi formaður KKÍ og stofnandi Íshesta,
Kópavogi, riddarakross fyrir framlag til íþrótta og störf á vettvangi
ferðaþjónustu
Ellý Katrín Guðmundsdóttir fyrrverandi borgarritari, Reykjavík,
riddarakross fyrir störf á opinberum vettvangi og framlag til
opinskárrar umræðu um Alzheimer sjúkdóminn
Helgi Björnsson leikari og tónlistarmaður, Reykjavík, riddarakross
fyrir framlag til íslenskrar tónlistar og leiklistar
Hildur Guðnadóttir tónskáld, Berlín, riddarakross fyrir framlag til
íslenskrar og alþjóðlegar tónlistar
Hulda Karen Daníelsdóttir kennari og formaður Þjóðræknisfélags
Íslendinga, Reykjavík, riddarakross fyrir frumkvæði á sviði
starfsþróunar við kennslu íslensku sem annars máls og framlag til
eflingar tengsla við afkomendur Íslendinga í Vesturheimi
Jón Kalman Stefánsson rithöfundur, Reykjavík, riddarakross fyrir
framlag til íslenskra bókmennta
Jón Sigurðsson fyrrverandi rektor, seðlabankastjóri og ráðherra,
Kópavogi, riddarakross fyrir störf í opinbera þágu
Sigrún Þuríður Geirsdóttir þroskaþjálfi, Mosfellsbæ, riddarakross fyrir
afrek á sviði sjósunds
Sigurborg Ingunn Einarsdóttir fyrrverandi hjúkrunarforstjóri og
ljósmóðir, Eskifirði, riddarakross fyrir framlag til heilbrigðisþjónustu í
heimabyggð
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Kópavogi, riddarakross fyrir störf í
þágu almannavarna og framlag í baráttu við Covid-19 farsóttina
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Reykjavík, riddarakross fyrir störf
í þágu heilbrigðismála og framlag í baráttu við Covid-19 farsóttina
Fréttanetið óskar öllum innilega til hamingju með orðuna og Helga auðvitað fyrir.