Þúsundir greina hafa verið skrifaðar um glæsihýsi ríka og fræga fólksins, en fylgifiskur mikilli auðæfa eru oft stórglæsileg hús.

Margar stjörnur hafa hins vegar vaxið úr grasi með lítið á milli handanna. Í grein á Bored Panda er farið yfir hvernig heimili stjarnanna voru áður en þær urður frægar og hvernig heimili þær eiga núna. Hér fyrir neðan má sjá nokkur dæmi úr grein Bored Panda og kemur margt forvitnilegt í ljós.

Selena Gomez

Söng- og leikkonan er fædd og uppalin í Grand Prairie í Texas og hóf ferilinn þegar hún var aðeins tíu ára gömul. Áður en heimsfrægðin bankaði á dyr bjó hún í afar hóflegu húsi í úthverfi Texas. Í dag er Gomez mikill fasteignamógúll og hefur keypt sér fjögur hús síðustu sex árin. Í dag býr Gomez í glæsihýsi sínu í Encino í Los Angeles sem var áður í eigu tónlistarmannsins Tom Petty. Í húsinu eru sex svefnherbergi og tíu baðherbergi, vínkjallari og nuddherbergi svo fátt eitt sé nefnt.

Eminem

Bandaríski rapparinn Eminem ólst upp við mikla fátækt í Detroit. Æskuheimili hans er nú í niðurníslu en myndir af því hafa prýtt tvær plötur Eminems. Í dag er annað uppi á teningnum. Hann býr í glæsilegu húsi í Rochester Hills í Detroit en húsið er búið sex svefnherbergjum, níu og hálfu baðherbergi, tennisvelli, sundlaug og fimmföldum bílskúr.

Rihanna

Söngkonan knáa ólst upp í litlu húsi í Saint Michael á Barbados. Þegar að Rihanna sló í gegn keypti hún hús í Los Angeles sem er búið sex svefnherbergjum og átta baðherbergjum. Hún hefur undanfarið reynt að selja húsið án árangurs og hefur því leigt það út fyrir 35 þúsund dollara á mánuði, tæplega fimm milljónir króna.

Beyoncé

Tónlistarkonan ólst upp í Houston í Texas í fallegu múrsteinshúsi. Árið 2017 flutti hún inn í glæsihýsi í Los Angeles með eiginmanni sínum Jay-Z og börnum. Kaupverðið? 90 milljónir dollarar. Við húsið er fimmtánfaldur bílskúr, fjórar sundlaugar og körfuboltavöllur. Þess má geta að allt gler í húsinu er skothelt.

Chris Pratt

Leikarinn ólst upp í Lake Stevens í Washington. Sem unglingur flutti hann að heiman og bjó í bílnum sínum á Havaí. Eftir að hann varð kvikmyndastjarna keypti hann glæsilegt heimili í Hollywood Hills sem er búið sundlaug, líkamsræktarstöð og tennisvelli. Pratt keypti húsið með fyrrverandi eiginkonu sinni Önnu Faris. Þau skildu árið 2018 og seldi Pratt nýlega húsið og ku vera að byggja 15,6 milljón dollara hús fyrir sig og núverandi eiginkonu sína, Katherine Schwarzenegger.

Ariana Grande

Söngkonan ólst upp í lúxushúsi í Boca Raton á Flórída, enda foreldrar hennar vel stæðir. Hún á nú nútímalegt glæsihýsi í Hollywood Hills sem er búið sundlaug, líkamsræktarstöð og vínkjallara sem hefur pláss fyrir þrjú hundruð vínflöskur.

Jimmy Fallon

Spjallþáttakóngurinn ólst upp í Brooklyn í New York en býr nú í æðislegu húsi í Sagaponack á Long Island í New York. Við húsið er sundlaug og hesthús svo dæmi séu tekin. Allt annað en tveggja hæða úthverfaheimilið í æsku.

John Travolta

Leikarinn ólst upp í Englewood í New Jersey, yngstur í átta manna fjölskyldu. Hann býr núna í risahúsi í Anthony á Flórída og er einkaflugvöllur við húsið, enda er Travolta með flugmannsréttindi. Hann á fimm flugvélar.