Á hverju ári eru ný heimilistæki kynnt til sögunnar. Sum slá í gegn – önnur ekki. Á næsta ári mun varan ColdSnap væntanlega fara á markað og ég er allavega orðin mjög spennt að prófa græjuna!

Um er að ræða vél sem býr til silkimjúkan og kaldan ís á aðeins níutíu sekúndum. Nokkrar bragðtegundir verða í boði, en sérstök hylki eru sett í vélina til að búa til ísinn, líkt og margar kaffivélar virka. Hylkið er sett í vélina, beðið í um eina og hálfa mínútu og svo er ísinn klár.

Samkvæmt myndbandinu hér fyrir neðan þarf ekki einu sinni að þrífa vélina eftir notkun:

Vélin býr ekki aðeins til ís heldur einnig ískaffi, þeytinga og kokteila svo fátt eitt sé nefnt. Hylkin eru búin til úr endurvinnanlegu áli og má því endurvinna hylkin líkt og áldós.

Eins og áður segir kemur ColdSnap líklega á markað á næsta ári og reiknað er með að hún kosti á bilinu 500 til 1000 dollara, 65 þúsund til 130 þúsund krónur. Hylkin verða svo seld sér á þrjú til fjögur hundruð krónur.