Heitavatnslaust verður á hluta höfuðborgarsvæðisins frá klukkan 02:00 aðfaranótt 18. ágúst til klukkan 09:00 að morgni 19. ágúst vegna tengingar nýrrar stofnlagnar hitaveitunnar við Árbæ, Ártúnsholt. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Veitum.

Nýja tengingu þarf við Suðuræð, eina af megin flutningsæðum hitaveitunnar á höfuðborgarsvæðinu.

„Með aukinni notkun á heitu vatni, m.a. vegna fjölgunar íbúa og þéttingu byggðar, hefur álag á jarðhitageyminn sem fæðir borholurnar á lághitasvæðunum aukist og við því verður að bregðast. Þessi framkvæmd er liður í því að tryggja að þessi mikilvægu lághitasvæði nýtast íbúum höfuðborgarsvæðisins til langrar framtíðar,“ segir í yfirlýsingunni.

Hér má finna kort af þeim svæðum sem verða heitavatnslaus:

Lokanir í Hafnarfirði.

Lokanir í Garðabær Hraun og Urriðaholt.

Lokanir í Garðabær Búðir og Lundir.

Lokanir í Kópavogi – Salir og Lindir.

Lokanir í Kópavogi – Vatnsendi.

Lokanir í Reykjavík – Norðlingaholt.