Eins og ég hef áður sagt þá elska ég einfalda matargerð, sérstaklega þegar að tíminn er af skornum skammti. Þessa einföldu uppskrift fann ég á matarsíðunni Delish og slær hún alltaf í gegn.

Eggjakaka með snakki

Hráefni:

8 stór egg
3 bollar kartöfluflögur
¼ bolli fersk steinselja, söxuð
¼ tsk. salt
2 msk. olía
1 lítill laukur
¼ tsk. reykt paprikukrydd
Klettasalat
Brauð

Aðferð:

Þeytið eggin þar til þau freyða. Myljið flögurnar og blandið við eggin, sem og steinselju og salti. Hitið olíu í pönnu yfir meðalhita. Saxið laukinn og eldið hann í um átta mínútur. Bætið eggjablöndunni út í og hrærið aðeins um þar til toppurinn er eldaður. Setjið stóran disk yfir og snúið eggjakökunni varlega. Setjið hana varlega aftur í pönnuna og eldið í 5 mínútur til viðbótar. Stráið reyktu paprikukryddi yfir kökuna og berið fram með klettasalati og brauð, eða hverju sem er.