Þetta heimagerða snakk er margfalt betra en það sem maður kaupir út í búð, en uppskriftina fann ég á The Creative Bite. Þegar ég vil gera extra vel við mig nota ég heimagerðar tortilla-pönnukökur, sem mér persónulega finnst miklu betra en þessar búðarkeyptu. Svo er hægt að leika sér með kryddið og hægt að skipta kanil og sykri út fyrir til dæmis salt og kóríander. Njótið!

Kanilsnakk

Hráefni:

115 g smjör, brætt
8 hveiti tortilla-pönnukökur
½ bolli sykur
2 msk. kanill

Aðferð:

Hitið ofninn í 200°C. Takið til tvær ofnplötur og klæðið þær með smjör- eða álpappír. Skerið hverja tortilla-köku í tólf þríhyrndar sneiðar. Blandið tortilla-sneiðunum saman við brædda smjörið í skál sem hægt er að loka. Lokið skálinni og hristið rækilega þar til allar sneiðarnar eru þaktar smjöri. Blandið kanil og sykri saman í annarri skál. Blandið síðan kanilsykrinum saman við tortilla-sneiðarnar, lokið skálinni og hristið aftur vel. Raðið sneiðunum á ofnplöturnar og bakið í um fimmtán mínútur. Kælið alveg og njótið strax eða geymið í lofttæmdu íláti í allt að tvo daga.