Ef þið eruð enn í vafa um hvað þið eigið að hafa í kvöldmatinn þá er ég með lausn á því eilífðarvandamáli. Þennan rétt fann ég á síðunni The Gourmet RD og hann gæti ekki verið mikið einfaldari. Í honum er chorizo-pylsa, sem auðvitað er hægt að skipta út fyrir eitthvað annað.

Mexíkósk hrísgrjón

Hráefni:

4 stór egg, þeytt
1 tsk. sjávarsalt
½ tsk. svartur pipar
2 msk. olía
½ meðalstór laukur, skorinn í bita
½ rauð paprika, skorin í bita
½ græn paprika, skorin í bita
250–400 g chorizo pylsa
3–4 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
1 msk. chili duft
½ tsk. þurrkað broddkúmen
1 tsk. reykt paprikukrydd
2½ bolli soðin hrísgrjón
½ bolli ferskt kóríander, saxað
rifinn ostur, avókadó eða nachos flögur til að skreyta með

Aðferð:

Spreyið pönnu með bakstursspreyi og hitið yfir meðalhita. Setjið eggin á pönnuna og hrærið í þeim þar til þau eru byrjuð að eldast. Bætið ¼ teskeið af salti og ¼ teskeið af svörtum pipar saman við. Setjið eggin á disk og til hliðar. Hitið olíu í sömu pönnu yfir meðalhita. Bætið lauk og papriku út í og eldið í 3 til 4 mínútur. Bætið chorizo saman og við eldið í 6 til 7 mínútur. Hrærið hvítlauk, chili dufti, kúmen og reyktri papriku saman við. Blandið hrísgrjónum, eggjum og restinni af salti og pipar saman við og því næst kóríander. Skreyið með osti, avókadó, nachos flögum eða hverju sem er og berið fram.