Vefsíðan World’s Best hefur opinberað myndirnar sem sköruðu fram úr í sérstakri keppni á síðunni.

Keppnin fólst í því að velja bestu trúlofunar- og brúðkaupsmyndirnar með hundum í aðalhlutverki.

Bestu vinir mannsins létu ekki sitt eftir liggja og eru margar myndirnar ansi kostulegar. Meðal bestu myndanna er mynd af sætum snata sem gerir sig líklegan til að bíta hressilega í brúðarkjól við Ásólfsskálakirkju undir Eyjafjöllum.

Myndin við kirkjuna er tekin af portúgölskum ljósmyndara á vegum fyrirtækisins Fotolux, en nánari upplýsingar um brúðhjón eða hvuttann liggja ekki fyrir.

Hér fyrir neðan má sjá myndina umtöluðu, sem og aðrar myndir sem skoruðu hátt. Allar myndirnar má síðan skoða á vefsíðu World’s Best.

Brúður – Hundur – Ísland:

Gerist ekki sætara:

Er þetta hundur eða kjóll?

Nettur:

Þetta er dagurinn minn!

Hæ!