Vinkonurnar Julie McSorley og Liz Cottriel voru að njóta lífsins á kajak við strendur Avila Beach í Kaliforníu þegar að þær lentu í afar óhugnalegu atviki.

Vinkonurnar voru að skoða hvali þegar að einn hnúfubakur réðst á þær og kajakana þeirra, en atvikið náðist á myndband.

McSorley segir í samtali við FOX26 segir að hún hafi séð stóra fiskitorfu nálgast sig áður en hvalurinn gerði árás.

„Ég hugsaði: Ó, nei! Þetta er of nálægt mér,“ segir hún. „Allt í einu var mér lyft upp og því næst var ég í vatninu.“

Cottriel hélt að hvalurinn myndi kremja sig.

„Ég hugsaði: Ég ætla að ýta. Einmitt, ég ætla að ýta hval í burtu frá mér! Þetta var svo skrýtin hugsun. Ég hugsaði: Ég er dauð. Ég er dauð! Ég hélt að hvalurinn myndi lenda á mér. Það næsta sem gerðist var að ég var í vatninu.“

Í myndböndum sem til eru af atvikinu virðast vinkonurnar lenda inni í gini hvalsins en það gerðist hins vegar ekki. Hnúfubakurinn hvolfdi kajökunum með þeim afleiðingum að vinkonurnar lentu á bólakafi. Konurnar báðar sluppu ómeiddar frá atvikinu.