Jennifer Garner dansar við Daða í þvottahúsinu
Allir elska Daða!


Það má með sanni segja að lagið Think About Things með Daða Frey og Gagnamagninu hafi vakið heimsathygli þó það hafi aldrei verið flutt á stóra sviðinu í Eurovision, sökum þess að keppninni var aflýst.
Nýjasta manneskjan til að hoppa á Daða vagninn er stórleikkonan Jennifer Garner.
Leikkonan birtir skemmtilegt myndband af sér á Instagram þar sem hún sést dansa við lag Daða í þvottahúsinu heima hjá sér. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan: