„Klíkan er smá, sem allt á og má“
Tístin streymdu í kvöld vegna eldhúsdagsumræðu á Alþingi.


Eldhúsdagsumræða fór fram á Alþingi í kvöld. Þar kenndi ýmissa grasa, venju samkvæmt, og slógu Twitter-notendur ekki slöku við í tístunum, frekar en fyrri daginn.
Við á Fréttanetinu tókum saman nokkur af bestu tístum eftir þessa löngu umræðu á Alþingi þar sem heimsfaraldur COVID-19 var fyrirferðarmikill, sem og gagnrýni á aðgerðir stjórnvalda í kófinu og fordæming á misskiptingu auðs í íslensku samfélagi.
Alls ekki vitlaus hugmynd:
Er ekki hægt að fá bara „bestu mörkin“ úr #eldhusdagur í staðinn fyrir að hanga yfir þessu?
— Alda (@aldavigdis) June 23, 2020
Svanhildur Hólm, aðstoðarkona Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, er sammála að umræðan sé of löng:
Þetta er glatað form á umræðum, nema ef markmiðið er að steindrepa áhuga fólks. Eins og ég hef áður sagt (og hljóma þá eins og þingmaður að vitna í sjálfa mig) https://t.co/28vzSf7du2 pic.twitter.com/cNpl1BDQTg
— Svanhildur Hólm (@svanhildurholm) June 23, 2020
Atli Fannar er með Hraun á heilanum. Helga í Góu á þing?
Herra forseti. Kæru landsmenn.
Í Krónunni í dag sá ég Hraun selt í pakkningum sem innihéldu 15 stykki.
15.
Það eru svona mörg 🖐🖐✊🖐
Við þurfum að virða leikreglur lýðræðisins. Það hyggst ég gera. Góðar stundir, kæru landsmenn og gleðilegt sumar #eldhúsdagur
— Atli Fannar (@atlifannar) June 23, 2020
Hallgrímur Helgason fylgdist vel með:
Eftir 20 ræður er enn byrjað á því að segja að eftir erfiðan vetur hafi kófið svo tekið við…#eldhúsdagur
— Hallgrímur Helgason (@HalgrimHelgason) June 23, 2020
Gæti Vilhjálmur Árnason reynt fyrir sér á nýjum vettvangi?
falleg vögguvísa frá sjálfstæðisflokknum og svo er vilhjálmur með svo sefandi rödd, góða nótt allir saman ❤️ #eldhúsdagur
— BryndisLilja (@LiljaBryndis) June 23, 2020
Vilhjálmur Árnason er með rosalega þægilega rödd. Grínlaust. #Eldhúsdagur
— Halldór Auðar Svansson (@tharfagreinir) June 23, 2020
@VilliArna væri geeeeggjað góður í að lesa hljóðbók um eitthvað semi áhugavert sem maður hlustar á til að reyna að sofna #eldhúsdagur
— Eva Pandora (@evapandorab) June 23, 2020
Skiljið þið hana?
Ég er viss um að Karl Gauti skilur ekki einu sinni sjálfur röksemdafærsluna hjá sér. Ekki skil ég hana. #eldhúsdagur
— Elli Pálma (@ellipalma) June 23, 2020
Já, það er mikið á okkur lagt:
Við erum öll ríkissjóður núna, ofan á það að vera öll almannavarnir. Mikið á okkur lagt þessa dagana. #Eldhúsdagur
— Halldór Auðar Svansson (@tharfagreinir) June 23, 2020
Fokkjú puttinn:
Þingmenn ríkisstjórnarflokkanna mega alveg sleppa því að þakka heilbrigðisstarfsfólki fyrir framlag sitt í covid í ræðum sínum. Það passar svo illa saman með risa fokkjú puttanum sem ríkisstjórnin er að senda stærstu starfsstétt heilbrigðiskerfisins 😘 #eldhúsdagur
— Eyrún Baldursdóttir (@eyrunbaldurs) June 23, 2020
Hvers á Willum að gjalda?
Willum Þór að flytja líklega leiðinlegustu og innihaldslausustu ræðu sem ég hef heyrt í langan tíma #eldhúsdagur
— Ásmundur Alma (@Asmundur90) June 23, 2020
Frábær hugmynd:
Af hverju í ósköpunum eru tíst á twitter ekki komið í sjónvarpið á #eldhúsdagur líkt og í vikunni með Gísla Marteini?
— Eva Dögg Guðmundsd. (@evagudm) June 23, 2020
Ágætis leikur þetta:
Ok ég er með bingó strax eftir fyrstu umferð! #eldhúsdagur pic.twitter.com/Q2rj4xfMRS
— Maria Bjarnadottir (@RunMrb) June 23, 2020
Ræða Þórhildar Sunnu sló í gegn:
„Klíkan er smá, sem allt á og má.“ – rétt hjá Þórhildi Sunnu. Óþarfi að vera eitthvað smeykur við þessa klíku. #Eldhúsdagur
— Halldór Auðar Svansson (@tharfagreinir) June 23, 2020
TAKK @sunnago fyrir bestu ræðu sem ég hef heyrt! ❤️❤️ Ég komst við að heyra sagt úr ræðustól á tælensku “Þið eigið heima hér” ❤️ #eldhúsdagur
— Eva Pandora (@evapandorab) June 23, 2020
Gæsahúð yfir „þér er ekki boðið“ upptalningu Þórhildar Sunnu #eldhúsdagur
— Eva Dögg Guðmundsd. (@evagudm) June 23, 2020
Á næsta eldhúsdegi mætti síðan skoða þennan möguleika:
Láta þingmenn halda ræður fyrir hönd annarra flokka en síns eigin. Helga Vala dregur miða úr hatti og fær …Miðflokkinn. Gunnar Bragi þarf að tala fyrir Viðreisn o.s.frv.
— Bergsteinn Sigurðsson (@bergsteinn3) June 23, 2020