Ég er alltaf á höttunum eftir einföldum og fljótlegum réttum. Ekki skemmir fyrir ef þeir eru hollir. Ég hoppaði því hæð mína þegar ég fann þessa uppskrift á vef BBC Good Food, en hér er um að ræða æðislega súpu sem tekur enga stund að útbúa og inniheldur meinholl hráefni sem eru frábær fyrir ónæmiskerfið.

Súpa fyrir ónæmiskerfið

Hráefni:

3 stórar gulrætur, grófsaxaðar
1 msk. engifer
1 tsk. túrmerik
smá cayenne pipar
20 g heilhveitibrauð
1 msk. sýrður rjómi
200 ml grænmetissoð

Aðferð:

Setjið öll hráefni í blandara eða matvinnsluvél og maukið. Hellið blöndunni í pott og hitið þar til súpan er sjóðandi heit. Skreytið með sýrðum rjóma og cayenne pipar og berið strax fram.