Oft læðist sykurþörfin að manni á kvöldin og þá er gott að geta stundum gert vel við sig með eftirréttum eða kvöldsnarli sem er í hollari kantinum.

Þessa uppskrift fann ég á matarvefnum Delish, en ég hef bæði prófað að má mér svona sem kvöldsnarl og hreinlega í morgunmat. Algjört lostæti!

Hollt bananasplitt

Hráefni:

1 banani, skorinn langsum
1 bolli vanillujógúrt
1/4 bolli bláber
1/4 bolli jarðarber, skorin í bita
4 msk granóla
hunang

Aðferð:

Setjið bananann á langan disk. Dreifið jógúrti yfir hann. Drissið hunangi yfir jógúrtið og toppið með berjum og granóla. Berið strax fram.