Læknir sýnir ótrúlega danstakta til að gleðja sjúklinga með COVID-19
Í nýrri bylgju heimsfaraldursins er reynt að halda í örlitla gleði.


Læknirinn Arup Senapati, sem starfar hjá Silchar Medical College í Assam á Indlandi, hefur slegið í gegn á internetinu eftir að myndband af honum að dansa var deilt á hinum ýmsu samfélagsmiðlum.
Senapati tók upp á því að dansa í hlífðargallanum á sjúkrastofnuninni til að gleðja sjúklinga í einagrun með COVID-19.
Senapati er ansi lunkinn dansari, eins og sést í myndbandinu hér fyrir ofan, og dansaði við lagið Ghungroo úr Bollywood-myndinni War. Aðalhlutverk í þeirri mynd leikur indverska stórstjarnan Hrithik Roshan, sem hefur tíst um danstakta læknisins og kann vel að meta þá og framtakið.
Tell Dr Arup I’m gonna learn his steps and dance as good as him someday in Assam . Terrific spirit . 🕺🏻 https://t.co/AdBCarfCYO
— Hrithik Roshan (@iHrithik) October 19, 2020
Heimsfaraldur COVID-19 hefur leikið Indverja grátt en yfir sjö milljónir manna hafa greinst með sjúkdóminn og rúmlega 115 þúsund látist úr honum síðan í febrúar.
Það er ekkert nýtt af nálinni að heilbrigðisstarfsfólk dansi sig í gegnum faraldurinn, en dansáskorun gekk á milli starfsfólk í framlínu COVID-19 í fyrstu bylgju faraldursins síðasta vor. Þá birtust myndbönd víðs vegar að úr heiminum af heilbrigðisstarfsfólki í trylltum dans, sem og starfsfólk úr öðrum greinum sem dönsuðu heilbrigðisstarfsfólki til stuðnings.
COVID deildin á Sjúkrahúsinu á Akureyri lét til dæmis sitt ekki eftir liggja, eins og sjá má hér.
Slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli lagði sitt af mörkum:
Það gerði lögreglan á Suðurnesjum einnig:
Starfsfólk bæklunarskurðdeildar B5 á Landspítalanum gerði einnig gott mót í dansinum:
Og svona mætti lengi telja.