Magnað einbýlishús á Arnarnesi – Leikjaherbergi í sólskálanum og tvöfaldur bílskúr
Tæplega fjögur hundruð fermetrar á 129 milljónir.


Virkilega vandað einbýlishús við Þrastanes á Arnarnesi er komið á sölu, en húsið er rúmlega 390 fermetrar og ásett verð 129 milljónir.

Húsið stendur á stórri eignarlóð og er búið fjórum svefnherbergjum og þremur baðherbergjum.
Tvennar svalir eru á húsinu og tvöfaldur bílskúr fylgir því, en eins og sést á myndunum hefur mikið verið lagt í bílskúrinn.


Í húsinu er stór og glæsilegur sólskáli þar sem búið er að koma upp eins konar leikjaherbergi, en það er búið „pool“ borði og líkamsræktartækjum.

Húsið er á þremur pöllum og ekki þarf að kvarta yfir útsýninu. Á efsta palli hússins eru samliggjandi stofur þar sem útsýni er að Reykjanesi og að Esju og út á sjóðinn til norður. Frá svölum til norðurs er horft yfir Snæfellsjökul og frá suðursvölum er fallegt útsýni að Reykjanesi.


Húsið er í góðu standi og býður upp á marga möguleika, en nánar má lesa um eignina á fasteignavef Vísis.
You must be logged in to post a comment.