Rúmlega fjögur hundruð fermetra einbýlishús við Ástu-Sólliljugötu í Mosfellsbæ er komið á sölu. Ásett verð er 135,9 milljónir en fasteignamatið stendur í 111,9 milljónum.

Húsið er á tveimur hæðum og búið fimm svefnherbergjum og þremur baðherbergjum. Á neðri hæð er íbúð með sérinngangi sem er í útleigu.

Tæplega fimmtíu fermetra bílskúr fylgir eigninni en sá er jeppabílskúr með hurð fyrir fjallajeppa. Ekki amalegt!

Af efri hæð hússins er stórkostlegt útsýni og er útgengt á þremur stöðum á L-laga svalir þar sem útsýni er bæði til suðurs og vesturs.

Þeir sem vilja skoða húsið í þrívídd geta smellt hér, en nánari upplýsingar um eignina má lesa hér.