Smartlandsdrottningin Marta María Jónasdóttir og Páll Winkel, fangelsismálastjóri, hafa sett glæsilega eign sína í Fossvogi á sölu.

Um er að ræða tæplega 230 fermetra eign og er ásett verð 119,8 milljónir.

Heimilið er undurfagurt enda Marta María ein smartasta kona landsins. Hugað er að hverju smáatriði og eignin björt og falleg, á besta stað í Fossvogi.

Innréttingar eru stílhreinar, kvartssteinn á öllum borðplötum og sérsmíðuð eldhúsinnrétting frá Brúnási. Úti og Inni arkitektar hönnuðu húsið sem byggt var árið 2018.

Nánari upplýsingar um eignina.