Náttúrubarnið Molly Spock frá Los Angeles er 32ja ára kona sem missti vinnuna sem gengilbeina sökum heimsfaraldurs COVID-19.

Spock hefur frá unga aldri fundist óþægilegt að vera í fötum og var ávallt nakin heima hjá sér. Árið 2009 tók fór hún í frí fyrir striplinga og líkaði vel. Fann fyrir áður óþekktu frelsi og tengdist umhverfi sínu betur. Eftir að hún missti vinnuna hefur hún tileinkað sér enn fremur lífsstíl striplinga og hefur auk þess söðlað um og gerst kynlífsþjálfi.

Nú er Spock svo ánægð með nektartilveruna að hún opnar fyrir pítsasendlum allsnakin, fer í gönguferðir og á ströndina í Evuklæðunum. Samkvæmt frétt breska blaðsins Metro styður eiginmaður Spock hana fullkomlega í þessum lífsstíl. Fer hann oft með henni í útstáelsi, þó fullklæddur.

„Ég var alin upp með mikið persónulegt frelsi og ég átti mjög erfitt með sum efni sem snertu húð mína, svo sem ull og efni sem klæjuðu og önduðu ekki. Ég tek alltaf miða af bolum og buxum því þeir pirra mig og láta mér líða illa. Þegar ég er nakin þá fíla ég að þurfa ekki að spá í hvort fötin séu þægileg eður ei. Ég er í essinu mínu þegar ég er nakin og finnst ég vera ég sjálf. Ég er sexí og örugg og ég held að það sé því ég hef ekkert að fela mig á bakvið. Ég horfi á naktan líkama minn og sé allt. Ég er svo tengd sjálfri mér og umhverfinu í kringum mig. Mér finnst líka gott að vera berfætt og finna fyrir jörðinni undir mér,“ segir Spock.

Sem kynlífsþjálfi býður Spock upp á jógatíma sem og kúrutíma með viðskiptavinum sínum. Henni er sama þó fólk sjái hana nakta og telur að það hvetji aðra til að fara úr fötunum.

„Ég elska þegar fólk horfir á mig þegar ég er nakin á almannafæri. Ég er með strípihneigð og dreg að mér mikla athygli. Líkami minn hefur elst. Brjóstin eru ekki eins stinn, maginn er slappur og ég fæ fleiri hrukkur í andlitið. Þrátt fyrir það finn ég fyrir meira öryggi að vera nakin í einrúmi og á almannafæri eftir því sem ég eldist.“