Það er fátt leiðinlegra en að eiga nánast tóma krukku af hnetusmjöri og þurfa að hamast við að ná restinni af smjörinu góða úr krukkunni.

Nú tröllríður mögnuð matarbrella samfélagsmiðlinum Tik Tok þar sem lausn á þessu vandamáli í eldhúsinu er kynnt til sögunnar.

Það var notandinn Shopsplat sem birti myndband af nánast tómri krukku af hnetusmjöri og sinni leið til að fá það mesta úr henni. Hann einfaldlega snýr krukkunni kröftuglega hring eftir hring eftir hring. Eftir nokkuð mikinn snúning opnar hann krukkuna og krukkan virðist full.

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan og við mælum með að horfa til enda:

@shopsplatThis is so cool ! Watch till the end !

♬ original sound – shopsplat

Nokkrir Tik Tok-notendur hafa reynt að apa þetta eftir með misjöfnum árangri, eins og sést hér fyrir neðan:

@vicki_vallencourtHOLY GRANOLY!!!!! Finally on attempt 752😂😂😂 ##fyp ##peanutbutterhack

♬ original sound – vicki_vallencourt

@cynthia_carrlivasI did the peanut butter challenge & welp— just watch 😅 ##peanutbutterchallenge ##fyp my bro is going to give me $1k if this go viral so help a girl out

♬ original sound – cynthia_carrlivas

@mikaelaschifteractually it may have worked a little?? ##peanutbutterchallenge ##fyp ##foryoupage ##peanutbutterhack

♬ original sound – mikaelaschifter