Ljósmyndarinn Sarosh Lodhi sérhæfir sig í að mynda villt dýr. Hann fór til Kenía á síðasta ári og heimsótti til að mynda þjóðgarðinn Maasai Mara.

Í þjóðgarðinum myndaði Lodhi til dæmis ljón, blettatígra og hlébarða en það er mynd af tveimur sebrahestum sem hefur slegið rækilega í gegn á internetinu.

Lodhi deildi myndinni af sebrahestunum á Twitter og spurði einfaldlega:

„Hvor sebrahesturinn er fyrir framan? Sá til hægri eða vinstri?“

Hljómar eins og einföld spurning en þessi þraut hefur gjörsamlega klofið internetið. Sérð þú, kæri lesandi, hvor sebrahesturinn er sá fremri?