Myndaþrautin sem klýfur internetið
Sérð þú hvor sebrahesturinn er sá fremri?


Ljósmyndarinn Sarosh Lodhi sérhæfir sig í að mynda villt dýr. Hann fór til Kenía á síðasta ári og heimsótti til að mynda þjóðgarðinn Maasai Mara.
Í þjóðgarðinum myndaði Lodhi til dæmis ljón, blettatígra og hlébarða en það er mynd af tveimur sebrahestum sem hefur slegið rækilega í gegn á internetinu.
Lodhi deildi myndinni af sebrahestunum á Twitter og spurði einfaldlega:
„Hvor sebrahesturinn er fyrir framan? Sá til hægri eða vinstri?“
Which zebra is in front?
Left one or the right one? #wildlife #naturephotography #zebra #africa #masaimara #wildlifephotography pic.twitter.com/GVRErQMS1j
— Sarosh (@saroshlodhi) July 7, 2020
Hljómar eins og einföld spurning en þessi þraut hefur gjörsamlega klofið internetið. Sérð þú, kæri lesandi, hvor sebrahesturinn er sá fremri?