Listamaðurinn Eddy Torigoe Pellot frá Boston í Bandaríkjunum hefur vakið mikla athygli fyrir seríu sína af listaverkum sem eru óvenjuleg, svo vægt sé til orða tekið.

Pellot er mikill aðdáandi leikarans Bill Murray og hefur tekið sig til og sett andlit leikarans inn á þekktustu verk listasögunnar.

Útkoman er frekar spaugileg, eins og sést hér fyrir neðan, en hér er hægt að kíkja á öll verkin sem og önnur verk eftir Pellot.