Ótrúleg breyting á hundategundum síðustu 100 árin
Sjáið myndirnar.


Hundar eru vinsæl gæludýr en í grein á Bored Panda er farið yfir hvernig nokkrar vinsælar hundategundir hafa tekið breytingum í útliti síðustu hundrað árin.
Orsakast þetta af hundaræktun, sem náði miklum vinsældum á síðustu öld og nýtur þeirra enn, en upplýsingar Bored Panda eru unnar upp úr bókinni Dogs of All Nations.
Kíkjum aðeins á nokkra krúttlega hvutta.
Pug
Þessir hundar eru svipaðir að stærð og þeir voru fyrir heill öld en eru nú með stærri augu og flatara nef. Þessi breyting hefur því miður haft það í för með sér að Pug-hundar þjást af öndunarerfiðleikum og öðrum heilsubrestum.
Basset-hundur
Afturlappir Basset-hundanna hafa orðið styttri með tímanum en eyrun lengri. Andlit þeirra er styttra og húðin krumpaðri.
Bull Terrier
Þessir hundar hafa breyst mikið, andlitið styttra og nefið lengra. Þeir eru vöðvastæltari í dag en fyrir hundrað árum og lappirnar styttri.
Gamall enskur fjárhundur
Þessir fjárhundar voru loðnari í gamla daga en hafa annars ekki mikið breyst í áranna rás.
Dachshundur
Pylsuhundarnir eru með lengra andlit og líkama í dag. Þá er bringa þeirra einnig örlítið breiðari og afturlappirnar styttri.
Hvítur West Highland terrier
Þetta krútt hefur lítið breyst í gegnum tíðina nema feldurinn sem hefur orðið síðari og þykkari.
Írskur setter
Írskur setter hefur ekki mikið breyst nema að feldurinn er síðari og þykkari og eru nú með aðeins mjórri búk.
Skoskur terrier
Nú er feldur skoska terrier mun síðari og áferðin einnig öðruvísi og mýkri.
Nýfundnalandshundur
Líklegt er að þessir hundar hafi áður fyrr verið mun minni en þeir eru í dag.
Airedale terrier
Þessir hundar hafa ekki breyst mikið nema að í dag er feldurinn loðnari og andlitið lengra og loðnara.
Þýskur fjárhundur
Í gegnum árin hafa þessir hundar orðið stærri og feldurinn síðari og þykkari. Beinagrind þeirra hefur breyst lítillega en bringa þeirra er í dag breiðari en hún var.
Dobermann
Búkur þeirra hefur mjókkað og eyrun breyst. Auk þess eru þeir ekki jafn árásargjarnir og þeir voru fyrir einni öld.
Rottweiler
Skottið hefur breyst og feldurinn er grófari en hann var.
Boxer
Búið er að breyta líkamslögun Boxer-hunda en andlit þeirra var einnig einu sinni lengra.
Shetland fjárhundur
Þessir fjárhundar hafa tvöfaldast í stærð á hundrað árum og feldurinn síkkað.
Stóri dani
Þessir hundar voru í gamla daga mun léttari en þeir eru í dag.
Chow Chow
Þessir hundar eru einnig þyngri í dag en þeir voru og andlit þeirra orðið mun krumpaðra en það var.
You must be logged in to post a comment.