Pítsan sem þú annað hvort elskar eða hatar
Þorir þú að smakka?


Það er komin helgi og því tilvalið að gera vel við sig með pítsukvöldi! Þessa uppskrift að pítsu fann ég á matarvefnum Delish. Blandan er furðuleg en hún virkar, þótt ótrúlegt megi virðast. Þorir þú að smakka?
Pítsa með súrum gúrkum og beikoni
Hráefni:
2 msk. ólífuolía
1 tsk. hvítlaukskrydd
1 tsk. ítalskt krydd
1 tilbúinn pítsubotn
1½ bolli rifinn ostur
¼ bolli rifinn parmesan ostur
¾ bolli súrar gúrkur
4 beikonsneiðar, eldaðar og saxaðar
1 msk. ferskt dill, saxað
½ tsk. chili flögur
Ranch sósa (til að bera fram með – má sleppa)
Aðferð:
Hitið ofninn í 190°C og setjið smjörpappír á stóra ofnplötu. Blandið olíu, hvítlaukskryddi og ítölsku kryddi vel saman í skál. Setjið pítsubotninn á ofnplötuna og penslið hann með olíu. Setjið rifinn ost og parmesan ofan á olíuna og bakið í korter. Setjið súrar gúrkur og beikon ofan á ostinn og bakið í 5 mínútur til viðbótar. Toppið með dilli og chili flögum og berið fram.