Eru krakkarnir á heimilinu matvandir og fúlsa oft við mat? Eru jafnvel með vesen við matarborðið? Þá mæli ég hiklaust með þessum flippaða rétt sem ég fann á matarvefnum Delish. Ég meina, pítsuspagettí – hvað gæti klikkað?

Pítsuspagettí

Hráefni:

450 g spagettí
2 bollar pítsasósa
2 bollar rifinn ostur
1 bolli rifinn parmesan ostur
1/4 bolli lítil pepperóní
1 græn paprika, söxuð
1/4 bolli ólífur, skornar í sneiðar
1 tsk. ítalskt krydd
salt og pipar
1 msk. fersk steinselja, söxuð

Aðferð:

Hitið ofninn í 175°C. Sjóðið spagettí samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Hellið vatninu af en hafið spagettí í pottinum. Bætið pítsasósu, 1 bolla af rifnum osti, 1/2 bolla af parmesan, pepperóní, papriku og ítölsku kryddi saman við. Hellið blöndunni í eldfast mót. Setjið restina af rifna ostinum og parmsean ofan á blönduna og skreytið með litlu pepperóní. Bakið í um 30 mínútur, skreytið með steinselju og berið fram.