Það er fátt klassískara en grilluð samloka þegar maður hefur ekki hugmynd um hvað maður á að hafa í matinn.

Ég fann uppskrift að þessari rosalegu samloku á bloggsíðunni Lady & Pups og það er eiginlega ekki hægt að lýsa því með orðum hvað hún er góð. Ég mana ykkur að prófa!

Rosaleg grilluð samloka

Hráefni:

6 brauðsneiðar
1 stórt egg
6 sneiðar þunnt skorin skinka
2 msk japanskt mæjónes (eða 2 msk venjulegt mæjónes + 2 tsk hunang)
2 msk mjúkt smjör
1/4 bolli nýmjólk
3-4 msk sykur

Aðferð:

Stillið á grillstillingu á ofninum. Skerið skorpuna af brauðinu og setjið sneiðarnar til hliðar. Þeytið egg í meðalstórri skál. Hitið pönnu yfir meðalhita. Dýfið 2 brauðsneiðumí eggið og hyljið sneiðarnar alveg með eggi. Eldið sneiðarnar í pönnunni þar til eggin hafa brúnast. Setjið til hliðar. Smyrjið mæjónesi á aðra hlið þessara 4 brauðsneiða sem eftir eru. Setjið 2 skinkusneiðar á brauðsneiðina með mæjónesinu og setjið 1 brauðsneið með elduðu eggi ofan á skinkuna. Setjið síðan 1 skinkusneið í viðbót og toppið með brauðsneið með mæjónesi. Þá er 1 samloka komin. Endurtakið til að byggja aðra samloku. Blandið mjólkinni saman við restina af þeytta egginu og setjið til hliðar. Smyrjið báðar hliðar samlokanna með smjöri og dýfið síðan í eggjablönduna. Setjið samlokurnar síðan á ofnplötu. Stráið sykri yfir þá hlið samlokanna sem snýr upp. Passið upp á sykurinn hylji brauðsneiðina. Setjið inn í ofn og grillið þar til sykurinn er orðinn brúnn. Takið plötuna úr ofninu og leyfið sykrinum að harðna en það tekur nokkrar sekúndur. Snúið samlokunum við og setjið sykur á hliðina sem snýr upp. Setjið aftur inn í ofn þar til sykurinn hefur brúnast.