Göngugarpurinn Kyle Burgess ákvað að skella sér í göngu í gljúfragarðinum í Provo í Utah síðastliðinn laugardag. Þar lenti hann í afar hrollvekjandi atviki.

Illskeytt fjallaljón elti Burgess í nokkrar mínútur og virtist vera að vernda ungana sína, að sögn Burgess. Burgess náði eltingarleiknum á myndbandinu, en í því má sjá að fjallaljónynjan gerði sig líklega til að ráðast á Burgess.

„Nei, nei, vinsamlegast farðu í burtu,“ heyrist Burgess segja í myndbandinu. Á öðrum stað bætir hann við:

„Mig langar ekki að deyja í dag.“

Á endanum henti Burgess grjóti í ljónynjuna sem lét sig hverfa í kjölfarið.

„Adrenalínið var á fullu,“ segir Burgess í samtali við NBC Salt Lake City. „Ég hélt klárlega að ég myndi slasast. Þetta var svalt og spennandi en síðan hugsaði ég: Hvað á ég að gera?“

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan: