Skemmtileg myndagáta tröllríður nú samfélagsmiðlinum Reddit, en um er að ræða teiknaða mynd af háhýsum þar sem einn, lítill kisi er falinn.

Gátan er hér fyrir neðan og reyndu nú:

Ef þú ert alveg lens getirðu skrunað aðeins niður til að fá vísbendingu.

.

.

.

Aðeins lengra.

.

.

.

.

Ókei, hér kemur vísbending. Prófaðu að leita undir orðinu „can“ – þar leynist kisinn.

Önnur myndagáta sem hefur gert það gott á internetinu er mynd af alls kyns vörum í bleikum litum þar sem fólk á að reyna að finna varalit sem er falinn einhvers staðar innan um varaflóðið.

Sögur segja að metið í þeirri gátu sé 15 sekúndur. Hve langan tíma tekur það þig að finna varalitinn?