Sex and the City-stjarna óþekkjanleg í nýju viðtali
Trúið þið því að það eru 16 ár síðan síðasti þátturinn fór í loftið?


Leikarinn Jason Lewis, sem er hvað þekktastur fyrir að túlka hjartaknúsarann Smith Jerrod í sjónvarpsþáttunum Sex and the City, var í viðtali við þáttinn The Morning Show í Ástralíu fyrir stuttu.
Karakterinn Smith Jerrod var ástmaður hinnar frökku Samönthu Jones í fyrrnefndum þáttum, en Lewis hefur aldeilis breyst síðan að tökum lauk, enda var síðasti Sex and the City-þátturinn sýndur fyrir sextán árum og kvikmyndin Sex and the City 2 frumsýnd fyrir áratug.
Í viðtalinu við The Morning Show, sem horfa má á hér fyrir neðan, fer Lewis, sem einnig er aðgerðarsinni, meðal annars yfir af hverju þættirnir um Beðmál í borginni nutu svona mikilla vinsælda.
„Góð handritaskrif endurspegla það sem við höfum öll upplifað og ég held að handritshöfundarnir hafi staðið sig vel í því en einnig gert þættina fyndna, skemmtilega og óvænta. Það var alltaf eitthvað einlægt í hverjum þætti,“ segir Lewis, en hann hefur einnig leikið í Charmed, How I Met Your Mother og CSI: Miami.
Actor Jason Lewis looks back on his memorable role as Smith in Sex and the City. #TMS7 pic.twitter.com/k1P97Y5XkK
— The Morning Show (@morningshowon7) July 1, 2020