Leiðbeiningastöð heimilanna birtir ýmsar gagnlegar upplýsingar á heimasíðu sinni, en mikið af þessum leiðibeiningum og ráðum eiga afar vel við á tímum COVID-19. Meðal þess sem er að finna á heimasíðu stöðvarinnar er listi yfir sex matvæli sem má frysta, en ýmislegt á listanum gæti vakið undrun einhverra.

Avócadó

„Fjarlægðu stein og hýði og skerðu það í 2 til 4 bita og pakkaðu í plastfilmu og settu í plastbox. Gott ráð er að mauka það og frysta í litlum skömmtum.“

Hvítlaukur

„Þornar hvítlaukurinn hjá þér og fer að spíra? Skiptu lauknum í geira og taktu utan af honum. Það er auðvelt að skera hann þó hann sé frosin og nota í mat.“

Chili

„Áður en hann þornar í ísskápnum er tilvalið að skella honum heilum í frysti og geyma þar til þú þarft á honum að halda.“

Tómatar

„Skerðu þá í báta, settu í box og frystu. Auðvelt er að taka þá út og setja í heita réttinn næst þegar að þú þarft að nota tómata, það má þá sleppa tómatmaukinu ef það er í uppskriftinni.“

Bananar

„Þá er tilvalið að frysta, það má frysta þá í hýðinu, heila í bitum eða mauka.“

Ostur

„Vill enginn borða endastykkin? Safanðu þeim saman í frystinum og rífu hann niður næst þegar að þú ætlar t.d. að búa til pizzu. Það er líka gott ráð að rífa hann niður jafnóðum, þá áttu alltaf til rifinn ost í frysti.“

Auk þessara matvæla er tekið fram í grein stöðvarinnar að vel megi frysta rjómaost og smjör þegar að svo ber undir.