Eins og ég hef áður sagt þá er ég mikil súpukona. Þessi súpa, sem ég fann á síðunni Running on Real Food, hentar fyrir grænkera og hægt að leika sér með þessa uppskrift fram og til baka því hún er stórkostleg.

Vegan súpa

Hráefni:

1 meðalstór laukur, skorinn smátt
3 gulrætur, saxaðar
3 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
3 sellerístilkar, saxaðir
1 msk. karrí
1 tsk. kúmen
1 tsk. kóríander
1/2 tsk. salt
1/2 tsk. pipar
1 1/2 bolli linsubaunir
1 dós kókosmjólk
1 dós maukaðir tómatar
4 bollar grænmetissoð
1 msk. sojasósa
1 tsk. kókossykur eða hlynsíróp

Aðferð:

Takið til stóran pott og setjið lauk, gulrætur, hvítlauk og sellerí í hann með smá vatni. Elið yfir meðalhita í um 5 til 6 mínútur og hrærið reglulega. Bætið við meira vatni ef þetta byrjar að þorna. Bætið kryddi út í og hrærið. Eldið í 1 til 2 mínútur til viðbótar og bætið við vatni eftir þörfum. Bætið linsubaunum, tómötum, kókosmjólk og soði saman við og hrærið vel. Látið malla í 20 til 25 mínútur, eða þar til baunirnar eru mjúkar. Hrærið sojasósu og kókossykri saman við. Berið strax fram.