Eign fasteignasala og Andrés Pétur Rúnarsson, löggiltur fasteignasali, félagsmaður í Félagi fasteignasala kynna:  virkilega skemmtilegt 174,9 fermetra miðju raðhús á einni hæð með innbyggðum bílskur sem er samkvæmt þjóðskrá 28,8 fermetrar að Seljuskógum 3 á Akranesi. Eignin skiptist í fjögur svefnherbergi, eldhús sem er opið í stofu og borðstofu, tvö baðherbergi og þvottahús. Eignin er afhent fullbúin án gólfefna í mars 2021.  Eignin verður sýnd í samráði við fasteignasala vinsamlegast hringið í síma 772-0202 eða sendið póst á andres@eignfasteignasala.is til að bóka skoðun

Um er að ræða vandað hús með traustum byggingaraðila.
Sjá teikningar
NÁNARI LÝSING (sjá. skilalýsingu):

Að utan: Húsinu verður skilað múruðu að utan með hvítum fílt múr og timburklæðningu þar sem við á. Innkeyrsla verður hellulögð og lóðin tyrfð. Seljandi mun leggja niðurfallslögn ætlaða fyrir heitan pott og skilja eftir ídráttarrör fyrir vatn og rafmagn fyrir aftan hús. Húsið afhendist með lokaúttekt í síðasta lagi við útg. afsals.

Að innan: Fullbúið án gólfefna. Innihurðar yfirfelldar, hvítar frá Birgisson eða sambærilegar. Innfelld LED lýsing í stofu og eldhúsi. Gólfhiti og varmaskiptir á neysluveitu.

Eldhús hvítlökkuð eldhúsinnrétting, hálfmött. Helluborð, blástursofn og gufugleypir.
Baðherbergi #1 Hvítlökkuð baðinnrétting, hálfmött. Salerni upphengt með innbyggðum kassa. Spegill fyrir ofan innréttingu og tengidós fyrir ljós ofan við spegil. Handklæðaofn. Gólf verða flísalögð og hluti veggja. Baðkar með sturtu. Útgengi í garð.
Baðherbergi#2 Hvítlökkuð baðinnrétting, hálfmött. Salerni upphengt með innbyggðum kassa. Spegill fyrir ofan innréttingu og tengidós fyrir ljós ofan við spegil. Handklæðaofn. Gólf verða flísalögð og hluti veggja. Flísalögð sturta með sturtugleri.
Svefnherbergi 1-4 með fataskápum.
Forstofa með fataskáp.
Þvottahús Innrétting á vegg með plássi fyrir þvottavél og þurrkara. Gólf flísalagt og vaskur í innréttingu.
Bílskúr með skolvaski, gólf flotað og rykbundið.

Viltu kaupa eða selja fasteign ? hafðu samband við Andres Pétur lögg. fasteignasala í síma 7720202 persónuleg og góð þjónusta

Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.Eign fasteignasala og Andres Pétur Rúnarsson löggiltur fasteignasali bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit sem gert er af fasteignasala Eign fasteignasölu erí samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi – 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. – kr. 2.500 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar – samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.