Mikið endurnýjuð fimm herbergja íbúð í Gerðunum í Reykjavík er komin á sölu, en um er að ræða tæplega 180 fermetra íbúð í þríbýlishúsi, ásamt stúdíóíbúð sem búið er að útbúa í bílskúr.

Skemmtileg eyja í eldhúsinu.

Ásett verð er 79,9 milljónir en fasteignamatið telur tæpar 64 milljónir. Húsið er byggt árið 1963 og er íbúðin búin þremur svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum, þar af eitt baðherbergi í bílskúrnum.

Hér sést glitta í fataherbergi.

Eins og sést á myndunum eru allar innréttingar mjög stílhreinar en búið er að taka íbúðina í gegn, bæði að utan og innan.

Fallegt eldhús.

Harðparket er á gólfum í svefnherbergjum, gangi, stofu og eldhúsi en auk þess eru sérsniðin gluggatjöld í eldhúsi og stofu.

Kósí.

Ekki skemmir útsýnið af svölunum fyrir en útgengt er á svalir til suð-vesturs úr eldhúsi.

Fallegt útsýni af svölunum.

Hér er hægt að lesa meira um eignina.