Stjörnurnar þá og nú
Svona leikur tíminn þær.


Hollenski grafíski hönnuðurinn Ard Gelinck hefur unnið að því í um áratug að fótósjoppa myndir af frægu fólki til að sýna hvernig tíminn leikur þær.
Gelinck splæsir saman ungum og gömlum útgáfum af skærustu stjörnum heims og hefur hönnuðurinn vakið mikla eftirtekt á Instagram með þessum myndum.
Gelinck er með tæplega 270 þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlinum og hitta myndirnar yfirleitt beint í mark. Hér fyrir neðan eru nokkrar góðar.