Ég rakst á þessa uppskrift á vefsíðunni Good Housekeeping en hún sameinar svo margt sem mér finnst gott; kjötbollur, tómata, festaost og kúskús.

Ég mæli hundrað prósent með þessum æðislega haustrétti og ekki skemmir fyrir að það er ekkert sérstaklega flókið að elda þessa dásemd.

Kjötbollur og kúskús

Hráefni:

1 stórt egg
1/3 bolli brauðrasp
1 tsk broddkúmen
1/4 tsk allra handa krydd
1/8 tsk kanill
salt og pipar
3 hvítlauksgeirar
450 g nautahakk
10-12 kirsuberjatómatar
400 g kjúklingabaunir í dós, skolaðar
1 msk ólífuolía
1/4 bolli fetaostur
1/4 bolli fersk steinselja, söxuð
kúskús

Aðferð:

Stillið á grillstillingu á ofninum. Þeytið egg í stórri skál og bætið brauðraspi, kryddum, 1/2 teskeið af salti og 1/4 teskeið af pipar saman við. Maukið 2 hvítlauksgeira og blandið saman við. Blandið hakki saman við og búið til 12 kjötbollur. Raðið kjötbollunum á ofnplötu og grillið þar til þær brúnast, eða í 2-3 mínútur. Lækkið hitann í 220°C og takið plötuna úr ofninum. Hellið varlega fitu af pönnunni. Blandið tómötum og kjúklingabaunum saman við olíuna í annarri skál. Blandið hvítlauk og smá salti og pipar saman við. Dembið þessu á plötuna með kjötbollunum og eldið í um 10 mínútur, eða þar til tómatarnir eru orðnir mjúkir. Skreytið með fetaosti og steinselju og berið fram með kúskús.