Hin breska Becky Holden McGhee hefur nánast sett internetið á hliðina með færslu á Facebook þar sem hún deilir með heiminum mikilvægri lexíu sem hún hefur lært í eldhúsinu.

„Þetta tók mig bara fjörutíu ár en nú kann ég réttu leiðina til að loka morgunkornskassa. Snilld. Þetta tekur nokkrar sekúndur,“ skrifar McGhee á Facebook.

Við færsluna setti hún fyrst um sinn aðeins mynd af því hvernig hún lokar kössunum en hefur nú bætt við myndbandi, þar sem færslan hennar vakti svo mikla lukku.

Búið er að deila færslunni um hundrað þúsund sinnum síðan hún birti hana í gær, en aðferð McGhee felst í því að brjóta upp á lok kassana svo morgunkornið geymist betur.

Posted by Becky Holden McGhee on Sunday, May 10, 2020

Vert er að taka fram að hægt er að loka öllum mat sem er í pappakössum á þennan hátt. Eins og McGhee segir sjálf: Snilld!