Raunveruleikaþátturinn Keeping Up With the Kardashians, þar sem fylgst er með hinni frægu Kardashian-Jenner-fjölskyldu, er gríðarlega vinsæll um heim allan. Þegar að heimsfaraldur COVID-19 setti allt úr skorðum ákvað Kris Jenner, höfuð fjölskyldunnar og móðir Kardashian-Jenner-barnanna, að láta ekki deigan síga og halda áfram tökum á þáttunum.

Farnaz Farjam, aðalframleiðandi þáttanna, segir í samtali við tímaritið Elle að það hafi ekki gengið þrautalaust fyrir sig að halda framleiðslu þáttanna áfram þar sem fjölskyldumeðlimir máttu ekki fara út úr húsi vegna smithættu.

Upprunalega planið var að Kardashian-Jenner-fjölskyldumeðlimir myndu taka sig sjálfa upp á farsíma sína og hlaða myndefninu upp á sameiginlegan netþjón. Sú hugmynd var hins vegar fljótlega kæfð.

View this post on Instagram

📷 @voguemagazine

A post shared by Kim Kardashian West (@kimkardashian) on

„Þegar við sáum myndefnið koma inn hugsuðum við: Ó, nei, fólk á eftir að fá leið á að horfa á myndefni í svona ömurlegum gæðum,“ segir Farjam. „Við þurfum að búa til almennilega viðtalsaðstöðu.“

Farjam tók málin í sínar hendur og réði leikstjóra og tæknimann til að stilla upp símavænum þrífótum heima hjá hverjum fjölskyldumeðlimi. Þrífótarnir eru vandlega sótthreinsaðir og aðilinn sem sá um að koma honum fyrir var í hlífðarbúningi. Öryggislið Kardashian-Jenner-fólkins fær síðan glænýjan iPhone á hverjum mánudegi og skilar inn símanum sem hefur verið tekið upp á síðustu sjö dagana á undan.

View this post on Instagram

Stay home.

A post shared by Kourtney Kardashian (@kourtneykardash) on

Með þessari leið fá klipparar þáttanna um sextán klukkutíma af myndefni á viku úr að moða. Farjam segir að sumir meðlimir fjölskyldunnar séu duglegir að deila lífi sínu á þennan hátt en aðrir ekki. Óvíst er hvort þessi háttur verður hafður á eftir að heimsfaraldrinum lýkur, en líklegt er að þá fari allt aftur í sama horf hjá fjölskyldunni, þar sem vel mannað tökulið myndar ævintýri Kardashian-Jenner-klansins.