Svona hefurðu aldrei borðað nachos
Ótrúlega sniðugur og bragðgóður réttur.


Ég elska nachos alveg svakalega mikið og finnst heimilisfólkinu mínu ég brydda upp á því aðeins of oft.
Því var ég mjög glöð þegar ég fann eftirfarandi uppskrift á matarvefnum Delish og bara varð að prófa! Útkoman var dásamlegt kvöldsnarl í anda nachos réttanna minna en þó allt, allt öðruvísi. Í staðinn fyrir snakk eru eplabitar og í staðinn fyrir sósu og annað gotterí er karamellusósa, súkkulaði og saltkringlur. Mæli með!
Epla nachos
Hráefni:
4 epli, skorin í þunnar sneiðar
1 bolli hvítt súkkulaði, brætt
3/4 bolli karamellusósa, volg
1 bolli saltkringlur (e. pretzel), saxaðar í bita
2 súkkulaðistykki að eigin vali, skorin í bita (ég mæli með Snickers súkkulaði)
Aðferð:
Raðið eplaskífunum á stóran disk. Drissið helmingnum af hvíta súkkulaðinu og karamellusósunni yfir. Raðið saltkringlum og súkkulaðistykkjum ofan á og drissið restinni af súkkulaðinu og sósunni ofan á það. Berið strax fram.