Matgæðingurinn Yumna Jawad hefur slegið rækilega í gegn á TikTok undir vörumerki sínu Feel Good Foodies.

Eitt af myndböndunum hennar á samfélagsmiðlinum hefur farið sem eldur um sinu á internetinu, en í því sýnir hún fylgjendum sínum hvernig á að þrífa blandara á þrjátíu sekúndum, jafnvel minna.

Aðferðin er einföld. Blandarinn er hálffylltur með volgu vatni og nokkrum dropum af sápu. Síðan er lokið sett á og blandarinn settur í gagn í nokkrar sekúndur. Því næst er vökvanum hellt úr og blandarinn skolaður létt.

Ekki flókið!

Kíkið á myndbandið hér fyrir neðan:

@feelgoodfoodieHow to clean your blender without ever touching the blades! ##learnontiktok ##tiktokpartner ##kitchentips

♬ original sound – Feel Good Foodie