Af þeim 236 þáttum sem til eru af vinsælu gamanþáttunum Friends, hafa aðdáendur þáttanna kveðið upp sinn dóm um hvaða þáttur er langsamlega verstur af þessum tæplega 240 þáttum.

Samkvæmt einkunnum á IMBd er það þátturinn The One With The Invitation úr fjórðu þáttaröð sem er hataðasti Friends-þátturinn.

Fyrir þá sem muna ekki nákvæmlega hvað gerðist í þeim þætti þá er hann helgaður því að Rachel fær boð í brúðkaup Ross og Emily, eftir miklar vangaveltur tilvonandi brúðhjónanna um hvort viðeigandi sé að Rachel mæti í brúðkaupið, þar sem hún er fyrrverandi kærasta Ross. Rachel telur ekki getað afborið að mæta í brúðkaupið og ákveður því að vera heim með Phoebe, sem er komin á steypirinn. Þátturinn er nánast eingöngu byggður á endurliti yfir stormasamt samband Ross og Rachel, en aðdáendur þáttanna vita náttúrulega að Rachel ákvað loks að skella sér í brúðkaupið, sem varð til þess að Ross sagði nafn hennar við altarið, en ekki tilvonandi eiginkonu sinnar.

Þessi þáttur fær aðeins 7,2 í einkunn á IMBd, en Friends er með meðaleinkun upp á 8,5 á vefsíðunni.

Vefsíðan money.co.uk rýndi í tölur IMBd og komst að þeirri niðurstöðu að þátturinn sem aðdáendur elskuðu mest væri The One Where Everyone Finds Out þar sem vinirnir komast að því að Monica og Chandler hafa verið að slá sér upp í laumi. Aðdáendur elska einnig lokaþátt síðustu seríu.